fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Rétt viðbrögð þín geta bjargað mannslífi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. maí 2023 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ansi gagnlegt myndband og því miður orðið ansi algengt að fólk ofskammti af þessum lyfjum, sérstaklega unga fólkið okkar. Við erum með Naloxone í bílunum hjá okkur og við öllu búin,“ segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Deilir lögreglan þar myndbandi þar sem kennt er hvernig bregðast á við í þessum aðstæðum. Rétt viðbrögð geta bjargað mannslífi.

@fannarfreyratlason Lærðu að gefa naloxone með sjúkraflutningamönnum #overdozeawareness #fyp #ofskömmtun #naloxone #narcan ♬ Calm LoFi song(882353) – S_R

Hvað er Naloxone?
Naloxone er mótefni gegn ópíóíðum/morfínlyfjum, eins og Contalgin, Oxycontin, Fentanyl og Heróín. Ópíóíðainntaka yfir þolmörk getur valdið öndunarstoppi, Naloxone getur snúið því ástandi við. Enginn skaði fylgir því að gefa lyfið sé þess ekki þörf og því er betra að gefa það ef maður er í vafa.

Naloxone kemur ekki í stað bráðaþjónustu og því er mikilvægt að hringja alltaf í 112 þegar ofskömmtun af völdum ópíóíða á sér stað. Naloxone virkar aðeins í um 30 mínútur og því geta einkenni komið aftur ef aðstoð er ekki komin. Í nefspreyinu er einn skammtur og er það notað á sama hátt og venjulegt nefsprey. Ef ekkert gerist á þremur mínútum getur þú gefið annað skot, en tvö nefsprey eru í hverri pakkningu.

Hver eru einkenni ofskömmtunar?
Hæg öndun, meðvitundarskerðing, sjáöldur verða pínulítil, þú veist af ofskömmtun eða einhver á staðnum segir þér frá henni.

„Við hvetjum að sjálfsögðu þá sem lenda í þessum aðstæðum að vera ekki hrædd við að hringja í 1-1-2 komi til ofskömmtunar hjá einhverjum í kringum ykkur.“

Hægt er að nálgast ókeypis Naloxone nefúða hjá Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Öll velkomin að hafa samband og er fullri nafnleynd heitið.
Frú Ragnheiður höfuðborgarsvæði – S: 7887-123
Frú Ragnheiður Suðurnes – S: 783-4747
Frú Ragnheiður Akureyri – S: 800-1150

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans