fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Fékk háværa fullnægingu sem skók allan líkamann á miðjum tónleikum

Fókus
Fimmtudaginn 4. maí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa líklega fáir skemmt sér betur á tónleikum fílharmóníunnar í Los Angeles á dögunum. Flutt var fimmta sinfónía Tchaikovskys og upplifði þá gestur, kona, fullnægingu sem skók allan líkama hennar og lét hún heyra vel í sér.

Tónleikarnir áttu sér stað á föstudaginn og lýsa gestir því svo í samtali við Los Angeles Times að þeir hafi heyrt óhljóð og litið við til að sjá hvað væri í gangi.

„Allir sneru sér við til að sjá hvað væri að gerast,“ sagði Milly Grant sem sat nærri konunni sem naut sín heldur betur á tónleikunum. „Ég sá stúlkuna eftir að þetta gerðist, og ég geri ráð fyrir að hún hafi fengið fullnægingu því hún andaði þungt og makinn hennar brosti og horfði á hana – eins og hann væri að reyna að verða henni ekki til skammar. Þetta var frekar fallegt.“

Hljóðupptaka af tónleikunum hefur farið í mikla dreifingu. Meðal tónleikagesta var líka tónskáldið Magnus Fiennes, sem er bróðir leikarans Ralph Fiennes. Hann skrifaði á Twitter: „Kona meðal áhorfenda fékk háværa allsherjar fullnægingu í öðrum kafla fimmtu sinfóníurnar. Hljómsveitin hélt kurteisislega áfram.“

Ekki eru þó allir sannfærðir um að téð kona hafi verið að njóta sín. Sumir netverjar hafa velt fram þeirri kenningu að hún hafi verið að glíma við bráð veikindi. Fiennes vísaði því þó á bug og benti á að hann hafi setið nálægt konunni ásamt átta vinum sínum og þeir hafi allir komist að sömu niðurstöðu. Konan hafi setið alla tónleikana og hafi atferli hennar eins verið til sönnunar um hvað hefði átt sér stað.

Það sýndi sig þó og sannaði að sýningin verður að halda áfram, en fílharmónían lét þetta ekki tefja sig neitt frá verkinu og luku flutningi sínum án þess að gera hlé. Aðrir viðstaddir hafa lýst því svo að greinilegt hafi verið af þeim hljóðum sem konan gaf frá sér að hún hafi verið að upplifa alsælu. Aðrir viðstaddir hafi litið á þetta sem ferskandi og frábært. Nokkrir hafi tekið andköf en flestum þótti þetta frekar falleg uppákoma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram