fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Einfalt próf sýnir fram á hvort þér líkar við fólk eða ekki – Tveir bjórar og einn hvolpur

Fókus
Fimmtudaginn 4. maí 2023 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum vitum við ekki alveg hvernig okkur líður, eða hvaða fólk í kringum okkur er þess virði að halda í eða ekki. Stundum liggur við að manni langi að skrifa lista yfir kosti og galla tiltekinna aðila til að sjá hvort hvort við getum í raun og veru stólað á þá eða hvort okkur langi yfir höfuð til þess.

Þess þarf þó ekki ef notast er við einfalt próf sem rithöfundurinn Ross McCammon bjó til, en í bók hans 2015 útlistaði hann einfalda leið til að komast að því hvernig samband við eigum við fólkið í kringum okkur. Prófið er afar einfalt. Veldu þér manneskju sem er í lífi þínu. Þetta gæti verið vinur, samstarfsfélagi, frændi eða frænka, eða hvers sem er. Svo þarftu að spyrja þig tveggja spurninga.

Sú fyrsta: Myndi þig langa til að drekka tvo bjóra með þessum aðila? Og sú seinni: Myndir þú treysta þessum einstakling til að passa hvolpinn þinn heila helgi.

Þetta er ekki flóknara en það. Ross segir að niðurstöðurnar geti verið að viðkomandi sé hvorki bjórar eða hvolpur, eða með öðrum orðum að þú njótir þess ekki að eyða tíma með þeim og treystir þeim ekki heldur. Eins gæti niðurstaðan verið já við bjór en nei við hvolp, en þá er þetta manneskja sem þú ert til í að hanga með, en treystir þó ekki. Eins gæti þetta komið á daginn að þú myndir treysta þeim fyrir hvolpi en hefur enga löngum til að drekka tvo bjóra með þeim. Og svo kannski er það já við báðum spurningum.

Ross segir í grein sem hann ritaði árið 2020 hjá Medium að prófið gæti sýnt þér að í umhverfi þínu sé fullt af fólki sem þú getur ímyndað þér að eyða heilu tímunum með að ræða um allt og ekkert. Og eins gæti þetta sýnt þér að þú treystir einhverjum sem er í rauninni ekki það náinn þér. Ekki breyti neinu þó þú sért ekki mikil hundamanneskja eða hvort þú drekkir áfengi eða ekki, prófið er huglægt og heldur gildi sínu þó þú skiptir hvolpinu út fyrir eitthvað sem skiptir þig máli og bjórunum út fyrir kaffi eða te.

Ross hefur í gríni sagt að þetta próf sé nú orðið hans stærsta framlag til samfélagsins í ljósi þeirrar athygli sem það hefur vakið. Svo nú er komið að þér lesandi kær að horfa í kringum þig og finna fólkið sem þú treystir fyrir hvolpi þínum heila helgi og getur ímyndað þér að drekka tvo bjóra með.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram