Lengjudeild karla rúllar af stað á í kvöld á 433.is. Fimm leikir fara framí kvöld en einn er á laugardag.
Leikur Gróttu og nýliða Njarðvíkur verður í beinni útsendingu hér á 433/DV.
Gróttu er spáð fimmta sæti deildarinnar, síðasta umspilssætinu, af formönnum, þjálfurum og fyrirliðum liða í deildinni. Njarðvík er aftur á móti spáð áttunda sæti í endurkomunni í næstefstu deild.
Það er því ljóst að um áhugaverðan slag verður að ræða klukkan 19:15 í kvöld.
1. umferð Lengjudeildar karla
ÍA – Grindavík (föstudag kl. 19:15)
Grótta – Njarðvík (föstudag kl. 19:15)
Selfoss – Afturelding (föstudag kl. 19:15)
Ægir – Fjölnir (föstudag kl. 19:15)
Þróttur R – Leiknir R (föstudag kl. 19:15)
Þór – Vestri (föstudag kl. 14)
433.is verður heimili Lengjudeildarinnar í sumar. Þar verður völdum leikjum lýst og markaþættir eftir hverja umferð.