fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Anna Hildur verður áfram formaður SÁÁ

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2023 13:27

Anna Hildur á aðalfundinum t.v. og Anna ásamt heiðursfélögum t.h. Mynd/SÁÁ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Hildur Guðmundsdóttir var endurkjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna þann 2. maí. Þráinn Farestveit var endurkjörinn varaformaður og Gróa Ásgeirsdóttir ritari.

Á aðalfundi kom fram að rekstrartekjur SÁÁ námu rúmlega tveimur milljörðum króna á síðasta ári og var rekstrarafkoman neikvæð um 184 milljónir króna. Sjálfsaflatekjur námu 570 milljónum króna, seld þjónusta 118 milljónum og framlag á fjárlögum til sjúkrareksturs var 1,33 milljarðar. 3.500 einstaklingar nutu þjónustu SÁÁ á síðasta ári og voru þjónustusnertingar 28 þúsund, en með þjónustusnertingu er vísað til hvers skráðs tilfellis þar sem skjólstæðing er sinnt með einum hætti eða öðrum.

Á fundinum voru einnig samþykktar viðamiklar breytingar á samþykktum SÁÁ, en þær hafa verið birtar á vefsíðu samtakanna. Þá voru þau Íris Kristjánsdóttir og Sigurður Friðriksson útnefnd heiðursfélagar SÁÁ.

Anna Hildur fjallaði á fundinum um þau áform SÁÁ að beina athyglinni í vaxandi mæli að því jákvæða sem fylgir því að ná tökum á fíknisjúkdómnum. Ástæða væri til að tala um gleðina og það nýja og betra líf sem kemur í kjölfarið – allt annað líf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“