Kalvin Phillips hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hann gekk í raðir Manchester City síðasta sumar.
Miðjumaðurinn gekk í raðir Englandsmeistaranna frá Leeds, þar sem hann var lykilmaður.
Á Etihad er Phillips hins vegar í algjöru aukahlutverki. Hefur Rodri eignað sér stöðu hans á miðjunni.
Phillips hefur aðeins spilað 405 mínútur í öllum keppnum á þessari leiktíð. Í gær kom hann við sögu gegn West Ham í blálokin.
City leiddi 3-0 og ljóst að mínúturnar skiptu litlu máli.
Phillips var hins vegar svakalega sáttur með að fá að koma við sögu.
Hefur myndband af viðbrögðum hans vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.
Það má sjá hér að neðan.
🎥| Kalvin Phillips looked so happy to come on for Manchester City last night 🥺.
— CentreGoals. (@centregoals) May 4, 2023