Alexis Mac Allister miðjumaður Brighton mun að öllum líkindum enda í herbúðum Liverpool í sumar. Enskir miðlar segja frá.
Mac Allister sem varð Heimsmeistari með Argentínu í vetur er eftirsóttur biti.
Vitað er að Jurgen Klopp stjóri Liveprool vill bæta við miðjumönnum í sumar en hann hætti við kaup á Jude Bellingham. Félagið taldi sig ekki hafa efni á kauða.
Mac Allister er 24 ára gamall en faðir hans og umboðsmaður hefur sagt að 100 prósent líkur séu á því að hann fari í sumar.
Mac Allister hefur verið afar öflugur með Brighton en nú stefnir í að hann klæðist rauðri Liverpool treyju á næstu leiktíð.