fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Nafn mannsins sem lést í hnífsstunguárásinni í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2023 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. Vísir greindi fyrst frá en þar kemur fram að bænastund verði í Fossvogskirkju síðdegis í dag.

Kristófer Gajowski, fulltrúi fjölskyldunnar, þakkar þann hlýhug sem fjölskylda og vinir Barlomiej hafa fundið fyrir í kjölfar harmleiksins.

Til stendur að flytja jarðneskar leifar Barlomiej til Póllands  en mikill kostnaður sé við útfarir eins og fólk viti en þökk sé framlagi fólks hafi fjölskyldan ekki þurft að koma að þeim kostnaði.

Þá var stofnaður framtíðarreikningur fyrir tveggja ára dóttur mannsins. Kristófer þakkar allan þann stuðning sem sýndur hefur verið fjölskyldunni.

Þrír einstaklingar eru enn í haldi lögreglu vegna málsins. Átján ára piltur sætir gæsluvarðhaldi og þá eru tveir undir átján ára vistaðir í úrræði á vegum barnayfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks