fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Huggun fyrir stuðningsmenn Liverpool eftir höggið á dögunum – Er lausnin nú þegar hjá félaginu?

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 10:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á leiktíðinni en undanfarið hefur hann þó staðið sig mjög vel.

Fáir í liði Liverpool hafa sýnt sínar bestu hliðar á leiktíðinni, enda liðið svo gott sem búið að missa af Meistaradeildarsæti. Alexander-Arnold er þar engin undantekning.

Í undanförnum leikjum hefur Jurgen Klopp hins vegar aðeins breytt hlutverki bakvarðarins á þann veg að hann kemur meira inn á miðjuna í leikjum.

Sumir ganga svo langt að segja að hann geti leyst vandræði Liverpool á miðsvæðinu. Hafa þau mikið verið til umræðu.

Lengi var talið að Liverpool leiddi kapphlaupið um hinn frábæra Jude Bellingham hjá Dortmund. Félagið hafði hins vegar ekki burði til að taka þátt í því til enda og nú er útlit fyrir að enski miðjumaðurinn fari til Real Madrid.

Þrátt fyrir þetta högg gaf Alexander-Arnold stuðningsmönnum Liverpool ástæðu til að gleðjast í 1-0 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sýndi hann frábæra takta og þá sérstaklega á einum tímapunkti í leiknum, en þetta má sjá hér neðar. Leiddi það til þess að mikill fjöldi manna fór að líkja Alexander-Arnold við goðsögnina Zinedine Zidane í nýju hlutverki sínu.

„Trent, ertu Zidane í dulargervi. Þetta var fallegt skrifaði einn.“

Annar skrifaði: „Trent að sýna Zidane-takta á miðjunni. Þvílíkur leikmaður.“

„Trent Alexander-Zidane,“ skrifaði annar.

Það verður þó að teljast ólíklegt að Klopp láti það vera að styrkja miðsvæði sitt þrátt fyrir flotta spretti Alexander-Arnold undanfarið.

Alexis Mac Allister hjá Brighton er nú sterklega orðaður við félagið.

@ftbl.edison10 Stop that trent 🤩 | NO COPYRIGHT INTENDED⚠️ #liverpool #fulham #trent #skill ♬ original sound – Edison

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“