fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Misvísandi sögur um ástand Jamie Foxx – Hefur legið á spítala í þrjár vikur

Fókus
Fimmtudaginn 4. maí 2023 07:03

Jamie Foxx. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmynda- og tónlistarmaðurinn Jamie Foxx veiktist illa þann 12. apríl síðastliðinn og hefur legið á spítala síðan. Foxx var við tökur á Netflix-kvikmyndinni Back in action ásamt leikkonunni Cameron Diaz þegar veikindin komu upp. Ekki liggur fyrir hvers eðlis þau eru en fjölskylda hans hefur varist fregna af því frá fyrsta degi.

Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ birti í gær nöturlega frétt þar sem haft var eftir ónefndum aðilum tengdum Foxx að aðdáendur hans og vinir þyrftu að leggja á bæn vegna ástands hans.

Nokkrum klukkustundum síðar birti Foxx, eða aðili honum tengdur, yfirlýsingu á Instagram-síðu leikarans þar sem hann þakkaði fyrir allan hlýhuginn frá aðdáendum og að hann væri lukkunnar pamfíll.

Foxx hefur verið kynnir leikjaþáttarins Beat Shazam á sjónvarpsstöðinni Fox en dóttir hans, Corinne, hefur starfað sem plötusnúður þátttanna. Í tilkynningu frá Fox á dögunum var greint frá því að tónlistarmaðurinn Nick Cannon myndi leysa Foxx af hólmi sem kynnir þáttanna og að söngkonan Kelly Osbourne myndi taka við sem plötusnúður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?