fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

City færist nær Englandsmeistaratitlinum eftir kvöldið – Liverpool hafði betur gegn Fulham

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 20:58

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Manchester City voru í eldlínunni.

Liverpool tók á móti Fulham og var betri aðilinn í fyrri hálfleik. Liðið leiddi eftir hann. Markið kom hins vegar eftir afar umdeildan vítaspyrnudóm.

Darwin Nunez féll þá í teignum eftir viðskipti við Issa Diop, en snertingin var afar lítil. Mo Salah fór á punktinn og skoraði. Liverpool komið í forystu á 39. mínútu.

Ekkert var skoraði í seinni hálfleik og sigldi Liverpool sigrinum heim gegn öflugu liði Fulham.

Liverpool er í fimmta sæti deildarinnar með 59 stig, 4 stigum á eftir Manchester United sem þó á tvo leiki til góða. Fulham er í tíunda sæti með 45 stig.

Magnaður. Getty Images

Manchester City tók á móti West Ham á sama tíma.

Heimamenn áttu afar eftitt með að brjóta gestina á bak aftur í fyrri hálfleik. Markalaust var eftir hann.

City var hins vegar ekki lengi að skora í seinni hálfleik. Markið gerði Nathan Ake með skalla.

Á 70. mínútu var komið að Erling Braut Haaland að skora. Um leið bætti hann markametið í ensku úrvalsdeildinni. Markið var hans 35. á leiktíðinni og fer hann fram úr Andy Cole og Alan Shearer.

Phil Foden innsiglaði 3-0 sigur City á 85. mínútu.

City er aftur komið á topp deildarinnar og er stigi á undan Arsenal, auk þess að eiga leik til góða. West Ham er í fimmtánda sæti, 4 stigum fyrir ofan fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Í gær

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Í gær

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist