Erling Braut Haaland skráði sig í sögubækurnar með marki sínu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Lið hans, Manchester City, mætir nú West Ham. Liðið er í góðri stöðu í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.
City leiðir 2-0 með mörkum frá Nathan Ake og Erling Braut Haaland.
Mark Haaland var það 35. á leiktíðinni. Það er met í ensku úrvalsdeildinni.
Norski framherjinn hefur nú tekið fram úr Andy Cole og Alan Shearer í markaskorun á einu tímabili.
Þess ber að geta að þeir skoruðu mörk sín á 42 leikja tímabili en City hefur aðeins leikið 33 leiki til þessa.