fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Alex Murdaugh gengst við lygum um andlát heimilishjálparinnar en lögmenn Gloriu eru ekki sannfærðir

Pressan
Miðvikudaginn 3. maí 2023 22:00

Murdaugh fjölskyldan. Alex er lengst til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur vakið gífurlega athygli undanfarið en hann var nýlega sakfelldur fyrir að hafa ráðið eiginkonu sína og son af dögum. Um hann og fjölskyldu hans var fjallað í heimildarþáttunum Murdaugh Murders á Netflix en þar var meðal annars velt upp þeirri spurningu hvort Alex bæri ábyrgð á andláti heimilishjálpar sinnar, Gloriu Satterfield sem féll til bana á heimili hans í febrúar árið 2018.

Alex hafði alltaf haldið því fram að Gloria hefði hrasað um hunda í eigu Murtaugh fjölskyldunnar og í kjölfarið fallið niður stiga og látið lífið.

Nú hafa lögmenn hans opinberað að Alex hafi ekki sagt satt og hafi nú gengist við því að hafa skáldað það upp að Gloria hefði hrasað um hundana.

„Engir hundar komu við sögu þegar Gloria Satterfield féll þann 2. febrúar árið 2018,“ segir í dómskjölum sem New York Post hefur undir höndum.

Alex hafi logið því að hundarnir hafi komið við sögu til þess að tryggja það að hann fengi greitt úr tryggingum sínum vegna andlátsins. Hann hafi svo fengið greiddar út rúmlega 520 milljónir frá tryggingunum en laug því svo að börnum hinnar látnu Gloriu að ekki hafi tekist að ná samkomulagi um greiðslurnar. Hann hafi þar með stolið peningunum.

Tryggingafélagið hefur nú höfðað mál gegn Alex sem og lögmanninum Cory Fleming sem er sagður samverkamaður í þessum svikum. Lögmenn Alex segja þó nú að hann hafi einn borið sök og ekki átt sér neina samverkamenn. Hafi eins börn Gloriu ekki vitað um svikin. Lögmenn Alex segja að réttilega ætti tryggingafélagið að ganga eftir börnum Gloriu og dánarbúi til að endurheimta peningana.

Fjölskylda Gloriu hefur nú fengið greiddan rúman milljarð vegna þeirra peninga sem Alex stal af þeim. Lögmaður fjölskyldunnar hefur velt upp þeirri spurningu hvort að það sé hægt að taka Alex trúanlegan, enda sé hann dæmdur morðingi.

Ef í ljós kemur að Alex sagði ósatt um hlut hundanna í andláti Gloriu þá var ekki grundvöllur til að greiða út bæturnar. Hafa því lögmenn fjölskyldunnar mótmælt breyttum framburði Alex.

„Síðan hvenær varð Alex talsmaður hreinskilni og trúverðugleika,“ spurði lögmaður fjölskyldunnar og benti á að þeir peningar sem fjölskyldan hefur fengið greidda hafi ekki komið frá tryggingafélaginu.

„Tæknilega bárust peningarnir frá Nautilus[tryggingafélaginu] aldrei skjólstæðingum okkar.“

Gloria hafði starfað í rúma tvo áratugi fyrir Murdaugh fjölskylduna. Hún lifði fallið niður stigann af en lést síðar á sjúkrahúsi af áverkum sínum. Í áðurnefndum heimildaþáttum segir að hún hafi greint starfsmönnum sjúkrahússins frá því að hún viti ekki hvernig hún datt. Alex hafi svo fengið syni hennar til að stefna honum sjálfum til að heimta peninga úr tryggingum hans. Til þess þurfti að sanna sök Alex í málinu, en slík sök þótti framkomin með hluti hundanna. Synir Gloriu fengu þó aldrei peningana heldur stakk Alex þeim sjálfur í vasann. Í september 2021 ákvað lögregla að hefja rannsókn á andláti Gloriu og var hún grafin upp og krufin. Á dánarvottorð hennar hafði verið skráð að hún hafi látist af náttúrulegum sökum, en það mun ekki vera í samræmi við áverka sem hún hlaut. Í þáttunum er sú kenning viðruð að Alex hafi sjálfur hrint Gloriu niður stigann því hann hafi allan tímann ætlað að fá peninga úr tryggingum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni