fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Þótti mikið til hans koma á yngri árum en svo fór allt úrskeiðis – Fangelsi og þriggja ára bann

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 21:00

Andy Ferrell.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Ferrell var eitt sinn afar efnilegur knattspyrnumaður. Leiðin lá hins vegar snemma niður á við. Hann hefur verið bannaður frá öllum völlum Englands eftir uppákomu nýlega.

Hinn 39 ára gamli Ferrell var í unglingaakademíu Newcastle á sínum tíma. Hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning þegar Sir Bobby Robson var stjóri. Hann náði hins vegar aldrei í aðalliðið og spilaði í utandeildum.

Ferrell átti þátt í slagsmálum á milli hóps stuðningsmanna Newcastle og Chelsea fyrir utan Black and While Bull krána nálægt St James’ Park, heimavelli Newcastle, og hefur nú verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum völlum Englands.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Ferrell kemur sér í vandræði. Á yngri árum sat hann um skeið í fangelsi fyrir að selja kókaín. Ætlaði hann að vinna sér inn smá pening þar sem hann var blankur.

Á þeim tíma sagðist Ferrell ekki hafa hugsað út í afleiðingarnar og að hann hafi aldrei snert eiturlyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið