fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Sjáðu myndbandið: Lygilegar senur í París eftir tíðindi dagsins – „Messi er tíkarsonur“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 17:08

Þegar allt lék í lyndi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Paris Saint-Germain eru allt annað en sáttir við Lionel Messi þessa dagana. Argentínumaðurinn er á förum frá félaginu eftir stormasama daga.

Messi var í gær settur í tveggja vikna bann af PSG. Hann hafði skrópað á æfingu og slakað á í Sádi-Arabíu. Christophe Galtier, þjálfari liðsins, hefur viljað taka á agavandamálum félagsins og að setja Messi í bann er hluti af því.

Galtier hafði boðað frí frá æfingu á mánudag en tap gegn Lorient varð til þess að hann setti á æfingu, þá var Messi í Sádí Arabíu og komst ekki til baka. Talið er að Argentínumaðurinn gæti þénað yfir þrjá milljarða á ári fyrir að auglýsa Sádi-Arabíu. Inni í samningi hans við landið er ferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ári.

Í dag greindi Fabrizio Romano svo frá því að Messi hefði tekið endanlega ákvörðun um að yfirgefa PSG.

Romano segir að faðir hans og umboðsmaður hans hafi tjáð PSG þessa ákvörðun sína fyrir um mánuði síðan.

Stuðningsmenn PSG hjóla nú í Messi og var fjöldi þeirra mættur fyrir utan bækistöðvar félagsins að láta óánægðu sína í ljós.

„Messi er tíkarsonur,“ var á meðal þess sem var sungið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur