Sjónvarpskonan Melissa Satta er orðin þreytt á því að henni sé kennt um meiðsli kærasta síns, tenniskappans Matteo Berrettini. Nú hefur hún svarað fyrir sig.
Berrettini missir af Opna ítalska meistaramótinu vegna meiðsla, en þetta er ekki fyrsta mótið sem hann missir af undanfarið.
Satta fær hins vegar á baukinn og er hún sökuð um að stuðla að meiðslunum.
Hún þekkir þetta vel því eitt sinn var hún með knattspyrnumanninum Kevin-Prince Boateng. Lét hún þau orð falla á sínum tíma að kappinn væri oft meiddur vegna þess hve oft þau stunduðu kynlíf. „Ástæðan fyrir því að hann er oft meiddur er að við stundum mikið kynlíf, oftast svona 7-10 sinnum í viku.“
Satta opnaði sig um skilaboð og áreiti sem hún fær vegna meiðsla Berrettini nú. „Þetta hafði verið í gangi lengi þegar við byrjuðum saman í janúar.
Þau segja að Berrettini vinni ekki því Satta sé að trufla hann, hún sé of mikil vinna. En ég dró mig til baka.“
Satta bendir á að Berretini hafi glímt við sambærileg meiðsli áður. „Hann er meiddur á sama stað og 2021, þegar ég þekkti hann ekki.“