fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Saka Úkraínumenn um að hafa reynt að koma Pútín fyrir kattanef

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. maí 2023 15:15

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Rússlandi fullyrða að tveimur úkraínskum drónum hafi verið flogið á Kreml í gærkvöldi og tilgangurinn hafi verið að ráða Vladimir Pútín, Rússlandsforseta af dögum. Samkvæmt frétt CNN áskilja rússnesk yfirvöld sér rétt til þess að svara fyrir sig

Forsetinn var ekki staddur í Kreml þegar árásin átti sér stað. Úkraínsk yfirvöld hafa neitað því að bera ábyrgð á árásinni og að saka Rússa um bellibrögð.

Rússneskir miðlar greina frá því að enginn hafi meiðst í árásinni, sem kölluð er hryðjuverk, en að brot úr drónunum hafi dreifst víða um svæðið. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk stíga upp nærri Kreml en nákvæm staðsetning hans er óljós.

Telja Rússar að tilefni árásarinnar sé undirbúningur Sigurdagsins þann 9. maí en þá verður öllu tjaldað til í Mosvku auk þess sem kenningar eru uppi um draga muni til tíðinda á vígvellinum í Úkraínu með einhverjum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt