fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Bregst við gagnrýni varðandi trúlofun sonar hans og Millie Bobby Brown

Fókus
Miðvikudaginn 3. maí 2023 16:29

Jake Bongiovi, Millie Bobby Brown og Jon Bon Jovi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi bregst við gagnrýni varðandi trúlofun sonar hans, Jake Bongiovi, og leikkonunnar Millie Bobby Brown.

Jake fór á skeljarnar í apríl en parið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að vera of ung til að trúlofast. Jake er 20 ára og Millie er 19 ára.

Bon Jovi hlustar ekki á gagnrýnisraddir og fagnar trúlofun sonar síns.

„Ég veit ekki hvort aldur skiptir máli,“ sagði hann aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að þau væru of ung. E! News greinir frá.

„Ef þú finnur réttan maka og þið vaxið saman, ég held að það myndi vera mitt ráð: Að vaxa saman er gáfulegt. Ég held að öll börnin mín hafa fundið fólkið sem þau telja sig geta vaxið með og við elskum þau öll,“ sagði hann í útvarpsþættinum Andy Cohen Live í gær.

Bon Jovi giftist æskuástinni sinni, Dorotheu Hurley, árið 1989. Þau eiga saman Stephanie, 29 ára, Jesse, 28 ára, Jake, 20 ára, og Romeo, 19 ára.

„Millie er yndisleg og fjölskylda hennar er virkilega frábær. Jake er mjög, mjög hamingjusamur,“ sagði söngvarinn.

Millie og Jake tilkynntu trúlofun sína þann 11. apríl síðastliðinn. Þau hafa verið saman um tveggja ára skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“