fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Lögreglan varar við fjársvikum – Misnota sér orðspor traustra fyrirtækja til að svíkja út vörur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. maí 2023 14:15

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við fjársvikum óprúttinna aðila sem freista þess að taka út vörur í reikning í nafni virtra fyrirtækja, sækja vörurnar en greiða ekki reikninginn.

Hringbraut.is greinir frá þessu. Í fréttinni segir:

„Við þessi fjársvik hafa óprúttnir aðilar notfært sér annað hvort fyrirtæki með gott lánshæfismat, sem þeir hafa nýverið tekið yfir, eða fyrirtæki sem þeir segjast eiga eða starfa fyrir, en koma ekki að með neinum hætti í raun.

Rekstraraðilar þurfi því að vera vakandi fyrir því og kanna hvort fyrirtæki sem vill komast í reikningsviðskipti hefur nýverið skipt um eigendur, framkvæmdastjóra, prókúruhafa eða stjórnarmenn.“

Minnt er á mikilvægi þess að hafa samband símleiðis áður en fallist er á að stofna til reikningsviðskipta eftir beiðni um slíkt í tölvupósti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin