fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Hataði augnablikið sem stuðningsmenn Manchester United elskuðu – „Þetta þurfti ekki að gerast“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robin van Persie fannst óþægilegt þegar hann gekk inn á Emirates-leikvanginn, heimavöll Arsenal, í fyrsta sinn sem leikmaður gestaliðsins og heimamenn stóðu heiðursvörð fyrir hann og liðsfélaga sína í Manchester United.

Þetta opinberaði hollenski framherjinn fyrrverandi í viðtali á dögunum.

Van Persie gekk í raðir United frá Arsenal sumarið 2012 á 22,5 milljónir punda. Hann hafði slegið í gegn með Skyttunum tímabilið á undan.

Á sinni fyrstu leiktíð með United vann Van Persie Englandsmeistaratitilinn. Eftir að hafa tryggt sér hann heimsótti United Arsenal. Eins og venjan er víða stóðu leikmenn síðarnefnda liðsins heiðursvörð fyrir nýkrýnda meistara.

„Mér líkaði þetta ekki. Nokkrir vinir mínir voru þarna. Ég var þarna í átta ár og var bara sáttur þegar þessari athöfn var lokið,“ segir Van Persie.

„Ég sá í andlitum þeirra að þeim líkaði þetta ekki, sem ég skil. Það er flott að gera þetta fyrir ríkjandi meistara en mér fannst þetta ekki rétt þarna, ekki fyrir mig eða Arsenal. Þetta var vandræðalegt og mér leið ekki mjög vel með þetta. Fyrir mér þurfti þetta ekki að gerast. Þetta er hefð en mér líkaði ekki við þetta akkúrat þarna.“

Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham