Fimmta umferð Bestu deildar karla fer af stað í kvöld en mótið hefur farið af stað með látum þrátt fyrir að erfiðar aðstæður á köflum. Eins og eðlilegt er þá eru alltaf leikmenn sem valda vonbrigðum í upphafi móts.
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa tapað tveimur leikjum í upphafi móts en töpin hafa komið gegn HK og ÍBV, ansi óvænt. Þar hafa lykilmenn brugðist því trausti sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika setur á þá.
KR og Stjarnan hafa einnig verið mikil vonbrigði í sumar og komast tveir leikmenn liðsins á lista okkar yfir mestu vonbrigði sumarsins, hingað til. Þá hefur sóknarleikur KA verið ansi vængbrotinn.
Fram er í neðsta sæti deildarinnar en liðið. hefur míglekið inn mörkum og fengið flest mörk allra á sig. Hér að neðan eru tíu mestu vonbrigðin í deildinni í upphafi móts.
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Atli Sigurjónsson (KR)
Simen Lillevik Kjellevold (KR)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Pætur Petersen (KA)
Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Patrik Johannesen (Breiðablik)
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)