Sú ákvörðun Paris Saint-Germain að skella Lionel Messi í tveggja vikna bann frá æfingum er sagt fordæmisgefandi þegar félagið vill fara að taka á stjörnum liðsins.
Christophe Galtier þjálfari liðsins hefur viljað taka á agavandamálum félagsims og að setja Messi í bann er hluti af því.
Galtier hafði boðað frí frá æfingu á mánudag en tap gegn Lorient varð til þess að hann setti á æfingu, þá var Messi í Sádí Arabíu og komst ekki til baka.
Eftir leik fór Messi svo upp í flugvél og til Sádi-Arabíu. Hann átti að mæta á æfingu í ag samkvæmt frönskum miðlum en mætti ekki.
Messi er sendiherra ferðaiðnaðarins í landinu og fer því í árlega ferð þangað vegna þess.
Talið er að Argentínumaðurinn gæti þénað yfir þrjá milljarða á ári fyrir að auglýsa Sádi-Arabíu. Inni í samningi hans við landið er ferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ári.
Samningur Messi við PSG rennur út í sumar og hefur hann meðal annars verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.
Eins og flestir vita er portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo á mála hjá Al-Nassr þar í landi.