Íslandi er nú spáð 28. sæti í Eurovision. Við höfum bæði klifrað upp og fallið niður lista veðbankana undanfarnar vikur. Hæst hefur okkur verið spáð 21. sæti um miðjan mars síðastliðinn.
Lag Diljár, Power, hefur hlotið mikið lof erlendra Eurovision-sérfræðinga og spekúlanta. Okkur var spáð 29. sæti í gær en eftir að Diljá lauk fyrstu æfingunni sinni á stóra sviðinu í Liverpool fórum við upp um eitt sæti.
Diljá keppir fyrir hönd Íslands í seinni undankeppninni, þann 11. maí næstkomandi í Liverpool í Bretlandi. Alls taka sextán þjóðir þátt og komast tíu áfram og keppa á úrslitakvöldinu, þann 13. maí næstkomandi.
Sjá einnig: Dilja búin með fyrstu æfinguna á stóra sviðinu í Liverpool