Mykhailo Mudryk leikmaður Chelsea spilaði sinn fyrsta leik gegn Arsenal frá því að hann hafnaði liðinu og tók tilboði Chelsea í janúar. Bæði félög vildu ólm fá Mudryk en honum leist betur á hlutina hjá Chelsea.
Arsenal þegar liðið skaust aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á afar lélegu Chelsea liði í gær.
Manchester City skaust á toppinn á sunnudag en Arsenal svaraði í gær og hefur nú tekist að ná toppsætinu. Martin Odegaard skoraði fyrstu mörk leiksins.
Þegar Mudryk kom inn fóru stuðningsmenn Arsenal að beina lasgergeisla í andlit hans og er kallað eftir því að þessir stuðningsmenn fá þungan dóm.
Odegaard kom Arsenal yfir á átjándu mínútu og þrettán mínútum síðar var komið að þeim norska aftur. Á 34 mínútu skoraði svo Gabriel Jesus og kom Arsenal í 3-0.
Arsenal slakaði aðeins á klónni eftir þriðja markið og Noni Madueke lagaði stöðuna fyrir Chelsea með marki í síðari hálfleik
3-1 sigur Arsenal staðreynd og liðið á toppi deildarinnar með 78 stig þegar liðið á fjóra leiki eftir. City er með tveimur stigum minna en á tvo leiki til góða á Arsenal og er því enn í bílstjórasætinu. Ófarir Chelsea undir stjórn Frank Lampard halda áfram en liðið vinnur ekki leik og skorar lítið sem ekkert af mörkum.