fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Ásmundur sakaður um siðleysi – Ætlar að gerast leiðsögumaður í sumarfríi þingsins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. maí 2023 06:59

Ásmundur Friðriksson talaði minnst á þingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst nýta langt sumarfrí Alþingis til hins ítrasta og afla sér aukatekna í sumar í ferðaþjónustu. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að bjóða upp á leiðsögn fyrir ferðamenn um Vestmannaeyjar. Vísir greindi fyrst frá en Ásmundur hefur reynslu að slíkum störfum.

Mesti krafturinn verður í starfseminni í sumar en Ásmundur ráðgerir að umfangið verði minna þegar þingið kemur saman eftir langt frí.J ón Óskar sem kveikti umræðu um þær í gærkveldi og sýnist sitt hverjum. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi. Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi,“ skrifaði Jón Óskar, sem á meðal annars vinnustofu í Vestmannaeyjum, og tóku margir undir orð hans.

Í samtali við Vísi varði Ásmundur áform sín og sagðist eiga sitt frí eins og aðrir. „Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt.

Nánar er fjallað um málið á vef Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar