Ásmundur Friðriksson. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst nýta langt sumarfrí Alþingis til hins ítrasta og afla sér aukatekna í sumar í ferðaþjónustu. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að bjóða upp á leiðsögn fyrir ferðamenn um Vestmannaeyjar. Vísir greindi fyrst frá en Ásmundur hefur reynslu að slíkum störfum.
Mesti krafturinn verður í starfseminni í sumar en Ásmundur ráðgerir að umfangið verði minna þegar þingið kemur saman eftir langt frí.J ón Óskar sem kveikti umræðu um þær í gærkveldi og sýnist sitt hverjum. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi. Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi,“ skrifaði Jón Óskar, sem á meðal annars vinnustofu í Vestmannaeyjum, og tóku margir undir orð hans.
Í samtali við Vísi varði Ásmundur áform sín og sagðist eiga sitt frí eins og aðrir. „Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt.