Sir Jim Ratcliffe setur þá kröfu í kauptilboði sínu í Manchester United að hann geti um leið og allt sé frágengið, að hann geti byrjað að kaupa leikmenn.
Telegraph fjallar um málið en Ratcliffe og Sheik Jassim bíða nú svara eftir að hafa lagt inn nýtt tilboð í Manchester United.
Glazer fjölskyldan skoðar málið en búist er við svörum vegna málsins á næstu dögum.
Sir Jim Ratcliffe vill aðeins kaupa rúm 50 prósent í United og halda Glazer fjölskyldunni í hluthafahópnum. Hann vill hins vegar fara að kaupa leikmenn um leið og allt verður klárt.
Sheik Jassim vill hins vegar eignast allt félagið en Glazer fjölskyldan tók yfir félagið árið 2005. United hefur síðan þá verið skuldum vafið félag.
Söluferlið hefur verið í gangi frá því í nóvember á síðasta ári en ferlið hefur farið í gegnum þrjár umferðir.