Samkvæmt fréttum dagsins hefur Cristiano Ronaldo áhuga á að fara frá Sádí Arabíu en hann gekk í raðir Al-Nassr í byrjun þessa árs. Samningi hans við Manchester United hafði þá verið rift.
Ronaldo er 38 ára gamall og er launahæsti í íþróttamaður í heimi með 175 milljónir punda í árslaun.
Samkvæmt fréttunum líður Ronaldo og fjölskyldu ekkert sérstaklega vel í Sádí Arabíu og hefur Georgina unnusta Ronaldo áhuga á að fara til Spánar.
Í fréttum á Spáni segir að Ronaldo standi til boða að koma til Real Madrid en ekki sem leikmaður, félagið vill gera hann að sendiherra og greiða honum vel fyrir.
Óvíst er hvort mikil eftirspurn sé eftir Ronaldo í Evrópu en stærstu liðin vildu ekki sjá hann þegar samningi hans við United var rift.