fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Læknir segir líf skjólstæðinga sinna betra eftir að hann fór að skrifa út morfín fyrir þá

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Tómas Ragnarsson, læknir, skrifaði í nóvember á síðasta ári grein í Morgunblaðið þar sem hann færði rök fyrir því hvers vegna hann teldi nauðsynlegt, fyrir sig og aðra lækna sem tóku þátt í því með honum, að skrifa út lyfseðla fyrir fíkla sem önnur meðferðarúrræði hafa ekki dugað á. Lyfseðlarnir voru með stórum skömmtum af morfíni og gerðu Árni og hinir læknarnir þetta í samstarfi við Frú Ragnheiði, verkefni Rauða krossins um skaðaminnkandi aðgerðir fyrir fíkla.

Sjá einnig: Læknir réttlætir að hafa skrifað út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni

Árni hefur skrifað aðra grein um þessi mál sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að í kjölfar fyrri greinarinnar hafi hann verið kallaður á fund Ölmu D. Möller landlæknis.

 „Hún benti mér á að ég væri að fara á svig við regl­ur með þess­ari starf­semi minni, en á móti benti ég á að þetta fólk ætti skilið samúð og viðeig­andi meðferð við sjúk­dómi sín­um eins og annað veikt fólk. Ég sagði henni einnig hvað meðferð mín hefði gjör­breytt lífi þess­ara skjól­stæðinga minna og að ég vonaði að þeir kæm­ust út úr þess­um víta­hring al­veg eins mikið og hún. Mér bæri skylda til að sinna öll­um skjól­stæðing­um mín­um eins vel og hægt væri í þeirra þágu til að lina vanda þeirra.“

 Árni segist hafa fengið mikil og góð viðbrögð við fyrri grein sinni og ítrekar það sem hann sagði landlækni, að líf þeirra skjólstæðinga hans sem fengu uppáskrifað morfín hafi breyst til hins betra.

„Líf skjól­stæðinga minna hef­ur tekið stakka­skipt­um, þeir stela ekki leng­ur og hafa því næg­an tíma fyr­ir annað og hafa fengið fé­lags­leg­ar íbúðir og sum­ir vinnu.“

 Árni vill að gengið sé lengra í aðstoð við fíkla og þeim veitt húsaskjól og mataraðstoð. Hann segir að ekki væri liðið að fara með dýr eins og farið sé með þá verst stöddu í hópi fíkla.

„Ef við fær­um með skepn­urn­ar okk­ar eins og við kom­um fram við þenn­an hóp væri það kallað dýr­aníð. Þetta er mikið veikt fólk og það munu vera um 300 manns sem um er að ræða. Hvað myndi það kosta að koma til móts við fólkið, veita því húsa­skjól og mat all­an sól­ar­hring­inn og gefa fíkl­um þau fíkni­efni sem þeir geta ekki lifað án?“

 Það eru fleiri en skjólstæðingar Árna í þessum 300 manna hóp. Hann vill koma upp fjölbreyttari meðferðarúrræðum í ljósi þess að meðferðir á vegum SÁÁ hafi ekki virkað fyrir alla fíkla.

„Ég vil ít­reka að skjól­stæðinga­hóp­ur minn er fá­menn­ur, en það eru miklu fleiri þarna úti sem eiga mjög bágt og þurfa meiri hjálp. Það myndi ekki kosta mikið að setja upp e.k. öðru­vísi mót­töku fyr­ir þetta mikið veika fólk.“

 Árni bindur miklar vonir við að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, muni beita sér fyrir því að hugmyndir hans verði að veruleika.

„Hann geng­ur svo langt að þora að viðra hug­mynd um morfínklíník og seg­ir að það þurfi að fara í þetta verk­efni af krafti. Hann er með hjartað á rétt­um stað og sýn­ir djúp­an skiln­ing á sín­um mála­flokki.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“