fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Endurfundir fyrrverandi stjörnuparsins vekja athygli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. maí 2023 11:13

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi átti sér stað einn stærsti tískuviðburður heims, Met Gala, og mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi á Metropolitan listasafnið. Í ár var hönnuðurinn Karl Lagerfeld heiðraður og var þemað „Karl Lagerfeld: A Line of Beauty“.

Sjá einnig: Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2023

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian var meðal gesta og einnig fyrrverandi kærasti hennar, grínistinn Pete Davidson. Stjörnurnar voru saman um níu mánaða skeið en leiðir þeirra skildu í ágúst 2022.

Mynd/Getty

Sjá einnig: Búinn að afmá öll ummerki um Kim Kardashian

Þau virtust eiga ágætis samtal ásamt söngvaranum Usher. Myndir af þeim hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og hafa netverjar haft nóg um þessa endurfundi að segja.

Tískuviðburðurinn er sérstakur staður fyrir fyrrverandi stjörnuparið, en þau hittust þar í fyrsta skipti í maí 2021. Þau mættu síðan saman á hátíðina í fyrra þegar Kardashian klæddist kjól Marilyn Monroe.

Sjá einnig: Kim Kardashian sögð hafa eyðilagt kjólinn – Sjáðu myndirnar

Pete er nú í sambandi með leikkonunni Chase Sui Wonders en raunveruleikastjarnan er að njóta þess að vera einhleyp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram