fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni á Þorláksmessu

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 14:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni fyrir að hafa, að kvöldi Þorláksmessu árið 2020, áreitt konu kynferðislega á heimili hennar á Akureyri.

Í ákæru Héraðssaksóknara, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sagður hafa tekið í hendur konunnar og því næst „dregið hana til sín, kysst hana tungukossi og þegar hún hafi reynt að koma sér frá tekið aftan á hálsinn á henni og kysst hana aftur, káfað á brjóstum hennar utanklæða, sett hönd hennar á getnaðarlim sinn utanklæða, dregið náttkjól hennar upp á mitti og káfað á mjöðmum hennar innanklæða en meðan á þessu stóð hafi hún ítrekað beðið hann að hætta og reynt að ýta honum frá sér.“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Jafnframt er þess krafist fyrir hönd konunnar að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni eina og hálfa milljón króna í miskabætur, auk vaxta.

Aðalmeðferð í málinu fer fram fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 17. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Í gær

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“