Atvinnumenn í knattspyrnu gera ýmislegt af sér utan vallar. Nokkrar konur hafa opinberað miður skemmtileg samskipti við stjörnur í ensku úrvalsdeildinni. Breska götublaðið Daily Star tók þær saman.
Bellucci var aðeins 17 ára þegar stjarna úr úrvalsdeildinni sendi henni skilaboð á Instagram. Hann spurði hversu gömul hún væri. Þegar Bellucci sagði leikmanninum að hún yrði 18 ára eftir 4 vikur svaraði hann: „Looool, sendu mér skilaboð þá.“
„Ég var smá skelkuð vegna þess hversu stórt nafn þetta er. Ég var hissa hversu auðvelt það er fyrir einhvern þekktan að sofa hjá einhverjum,“ sagði Bellucci um málið.
„Mér leið eins og pöntun á pizzastað. Þetta var eins og vændi. Hann bauð mér ekki drykk. Hann vildi sofa hjá mér einu sinni og henda mér eftir á.“
Leikmaður Everton sendi Jay: „Veistu ekki hver ég er?“ eftir að hún hafði neitað að senda honum nektarmyndir.
„Hann áreitti mig með skilaboðum. Hann sagðist vilja sjá mig og að ég ætti að senda nektarmyndir strax. Þetta var klikkað.
Ég held að völd fótboltamanna stígi þeim til höfuðs.“
Alex Le Tissier er tengdadóttir Matt Le Tissier, fyrrum knattspyrnumanns. Hún fékk skilaboð frá leikmanni sem nú spilar í ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann bað hana um kynlíf.
Henni fannst „ógeðslegt“ þegar umræddur leikmaður bauð henni 600 pund fyrir.
„Þetta var á Instagram og ég svaraði ekki því ég var svo móðguð. Hann þénar svo mikið en bauð mér bara 600 pund,“ segir Alex, en hún rekur aðang á síðunni Babestation.
„Hann hefur haldið að þar sem hann er fótboltamaður myndi ég segja já en ég veit hversu mikils virði ég er.“
West er einnig á Babestation. Segir hún leikmenn í ensku úrvalsdeildinni halda að hún sé fylgdardama þegar þeir hringja í hana.
„Það hafa margir frægir hringt í mig á Babestation. Þar eru fótboltamenn, sérstaklega þeir yngri, sem hringja og segja hvar þeir spila og þess háttar.
Þeir spyrja alltaf hversu mikið kostar að bóka mig og ég svara alltaf: Þú getur ekki bókað mig, þetta er símakynlíf,“ sagði West.
„Af því þeir eru fótboltamenn og við í sjónvarpinu og margar okkar fyrirsætur halda þeir að þeir geti bara valið úr okkur og bókað.“
Fyrrum Love Island stjarnan Zoppa opinberaði eitt sinn að Jack Grealish, leikmaður Manchester City, hafi sett sig í samband við hana.
Hún svaraði ekki en kærasti hennar sagði frá þessu á TikTok.
„Þegar ég hélt að dagurinn gæti ekki orðið furðulegri sendi besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar kærustunni minni skilaboð.“
Heimildamaður Sun sagði á sínum tíma: „Nataliu og kærasta hennar fannst þetta fyndið og tóku þessu ekki alvarlega. Það kom honum ekki á óvart að Jack hefði áhuga á henni. Hann veit hversu falleg hún er og er stoltur af því.“