Í gærkvöldi átti sér stað einn stærsti tískuviðburður heims – Met Gala. Stjörnurnar mættu í sínu fínasta pússi á Metropolitan listasafnið. Í ár var hönnuðurinn Karl Lagerfeld heiðraður og var þemað „Karl Lagerfeld: A Line of Beauty“.
Sumar stjörnurnar klæddust hönnun Lagerfeld meðan aðrar sóttu innblástur til ástsæla hönnuðarins.
Aðeins útvaldir fá boðskort á Met Gala og samþykkir Anna Wintour, ritstýra Vogue, gestalistann.
Hér eru best klæddu stjörnurnar í ár samkvæmt Vogue.