fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Baunað á stjörnu Manchester United sem svarar nú fyrir sig – „Þetta var engin vanvirðing“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 10:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins í sigri Manchester United á Aston Villa um helgina. Fagn hans vakti athygli og hefur hann nú svarað fyrir það.

Liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag í mikilvægum leik í baráttunni um Evrópusætin. Með sigrinum fór United langleiðina með að tryggja sér Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.

Sigurmarkið skoraði Fernandes af stuttu færi seint í fyrri hálfleik. Portúgalinn fagnað fyrir framan stuðningsmenn Villa en segir það ekki hafa verið með ásetningi gert.

„Þeim líkar örugglega ekki að spila gegn mér en ég myndi vilja að þeir myndu einbeita sér að því að styðja sitt lið í stað þess að einblína á mig,“ segir Bruno, sem hefur skorað sjö sinnum í átta leikjum gegn Villa á ferlinum með United.

„Þetta var bara fagn. Ég skoraði í þessu horni svo ég fagnaði þar. Þetta var engin vanvirðing. Stuðningsmenn þeirra gerðu eitthvað en ekki ég. 

Ég gerði mitt starf. Ég skoraði og fagnaði eins og ég geri alltaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Í gær

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“