fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Lögmaður sem reyndi að hafa 23 milljarða af „sykurskvísu“ sviptur réttindum vegna ótilhlýðilegrar háttsemi

Fókus
Mánudaginn 1. maí 2023 22:01

Mynd úr safni sem tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadískur lögmaður hefur nú verið sviptur lögmannsréttindum vegna máls sem hann höfðaði gegn konu sem var „sykurskvísa“ hans.

Sykurskvísa, eða sugar baby, er ungur aðili sem gjarnan er í samskiptum við eldri efnaðan aðila og fer með honum á stefnumót og er í skiptum boðinn peningar, gjafir, ferðalög eða leiðsögn.

Lögmaður þessi reyndi að stefna sykurskvísu sinni í einkamáli þar sem hann krafðist 23,5 milljarða í skaðabætur. Lögmaðurinn, Azmat Ramal-Shah átti í sykursambandi við 18 ára háskólanema, en hún samþykkti að veita honum stafrænan félagsskap í skiptum fyrir fjárhagsleg aðstoð.

Þau kynntust á netinu og voru öll þeirra samskipti stafræn. Hún hlustaði á vandamál hans og veitti honum félagsskap og í skiptum hjálpaði Azmat henni með útgjöld.

„Það áttu sér engar umræður stað um að „hefðbundið ástarsamband“,“ sagði stúlkan fyrir dómi. „Við gerðum samkomulag þar sem ég lofaði að leita mér ekki að fleiri sykurfeðrum. Hann ákvað að senda mér gjafir í skiptum fyrir langar samræður og myndir.“

Varð ástfanginn svo hún þóttist vera með krabbamein

Azmat stóð þó ekki við samkomulagið er hann greindi stúlkunni frá því að hann hefði orðið ástfanginn af henni.

„Hann talaði gjarnan um framtíð sína sem hann vildi deila með mér. Ég tók undir með þessum draumórum þar sem það er það sem hann vildi úr þessu samkomulagi.“

Hún hafi ekki séð nein rauð flögg á fyrsta ári samskiptanna, en svo eftir að hafa hitt Azmat í fyrsta og eina sinn hafi hann farið að ganga að mörkum hennar. Hann var orðinn stjórnsamur, afbrýðisamur, neitaði að hætta að hafa samband við hana og hafði hótað henni.

Stúlkunni hafi þarna farið að líða óþægilega og ákveðið að ljúga að Azmat til að fá hann til að láta sig í friði. Meðal annars hafi hún sagt honum að hún væri með krabbamein. Engu að síður hafi Azmat haldið áfram að senda henni peninga, sem hann hafi viljað að hún notaði til að berjast við krabbameinið.

Vildi himinháar skaðabætur

Þegar Azmat áttaði sig á lygunum heimtaði hann að konan greiddi honum til baka allt það fé sem hann hafði gefið henni, en um var að ræða á bilinu 2-3 milljónir. Gekk hann svo lengra er hann reyndi að stefna henni til að heimta rúmlega 23,5 milljarða í skaðabætur, þar sem hún hefði beitt hann fjársvikum.

Stúlkan bar þvi þó við að málið snerist um óendurgoldna ást. En málinu var vísað frá í janúar á þessu ári og kallaði dómari tilraunir Azmats misnotkun á dómskerfinu.

Nýlega komst lögmannafélagið í Ontario í Kanda að þeirri niðurstöðu að með því að höfða mál gegn stúlkunni hefði Azmat gerst sekur um brot gegn siðareglum og var hann því sviptur lögmannsleyfinu í einn mánuð.

Azmat sagði í samtali við fjölmiðla að stúlkan hefði logið að honum að hún greindi við heilsubrest sem hafi orðið til þess að hann gaf henni enn meira fé. Lýsti hann stöðunni sem óheppilegri. Hann hefði þó snúið lífi sínu við í dag og hefði farið í sálfræðimeðferð og lýst yfir eftirsjá.

Skaðaminnkunarsamtök í Kanada hafa notað málið til að vekja athygli á því að það skorti á reglur hvað varðar stöðu fylgdarkvenna og sykurskvísna, en þessi skortur hafi komið stúlkunni í máli þessu í viðkvæma stöðu.

CTVNews Toronto greina frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife