Það kom upp ömurlegt atvik í leik í Ástralíu fyrir helgi þegar ráðist var á línuvörð.
Greenacre Easgles og Padstow Hornets mættust þá, en um hálfatvinnumannalið er að ræða. Adam Abdallah, 25 ára gamall leikmaður fyrrnefnda liðsins, varð ansi pirraður eftir tap í leiknum og réðst á dómarann Khodr Yaghi. Hann lét höggin dyngja á honum. Það fór svo að Abdallah kjálkabraut Yaghi. Einnig missti dómarinn nokkrar tennur.
Abdallah, sem er áhugahnefaleikakappi, var í banni í leiknum og spilaði því ekki. Hann var hins vegar á svæðinu til að fylgjast með. Abdallah var ákærður og mætti fyrir rétt í dag. Hann sóttist eftir að verða laus gegn tryggingu en því var hafnað þar sem lögregla telur að hann sé líklegur til að valda frekari skaða.
Yaghi hefur lýst atburðarásinni í fjölmiðlum. „Ég bað öryggisvörð um að róa hann niður. Hann hélt samt áfram, stökk yfir girðingu og hljóp að okkur. Hann blótaði og áreitti okkur af engri ástæðu.
Það var þegar annar leikmaður var að þræta við mig sem hann kom aftan að mér og réðst á mig. Beint á andlitið á mér. Hann kýldi í mig og sparkaði.“
Eiginkona Yaghi, sem er ólétt af þeirra fimmta barni, sagði í samtali við fjölmiðla að fjölskyldan hafi ætlað sér í frí til Balí og Singapúr í gær. Því hafi hins vegar verið aflýst þar sem eiginmaður hennar er enn á spítala.
A soccer referee from Sydney's south west is recovering in hospital tonight after emergency surgery to repair his shattered jaw.
The man accused of assaulting the father of four remains behind bars after having bail refused. @SophieUpcroft #9News pic.twitter.com/FRgCHPlCff
— 9News Sydney (@9NewsSyd) May 1, 2023