fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Stórbruni á Strandgötu – Myndir – Húsið í eigu hjóna sem eru erlendis

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. maí 2023 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórbruni er á Strandgötu í Hafnarfirði og voru slökkviliðsbílar ekki mættir á vettvang þegar DV bárust fyrstu myndir, útkall barst um klukkan 20.30.

Mik­inn reyk legg­ur frá svæðinu og sést hann víða á höfuðborgarsvæðinu.

Eldurinn logar í gamla íshúsinu við Hafnarfjarðarhöfn, þar sem skipasmíðastöðin Dröfn var til húsa. Húsið hefur staðið autt í nokkurn tíma.

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu sendi all­ar fjór­ar stöðvar á vett­vang og vegna vakta­skipta voru enn fleiri kallaðir á staðinn segir í frétt Mbl.is. Slökkvilið hófst handa við að slökkva eld­inn ut­an ­frá með slöng­um og mónitora sér til halds og trausts. Eins og staðan var leit fyr­ir að um altjón sé að ræða.

Vélsmiðja hefur verið starfandi í húsinu sem hér um ræðir en húsið sjálft er í eigu hjónanna Guðmundu Þórunnar  Gísladóttur og Haraldar Reynis Jónssonar. Þau eru stödd erlendis. Guðmunda upplýsti í örstuttu spjalli við blaðamann að áður hefði farið fram viðhald skipa og skipasmíðar í húsinu. Hún harmar brunann en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að tjónið sé mikið.

Fréttin hefur verið uppfærð.

  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis