„Mitt virði liggur ekki í brjóstunum mínum!“ segir Rakel Orradóttir, framkvæmdastjóri Lausnin-markþjálfun og samskiptastjóri Swipe Media, í færslu á Instagram.
„Ætliði að öskra þetta með mér? Lengi vel hélt litla Rakel að öryggið, kynþokkinn, jafnvel fegurðin kæmi út frá útliti líkamans. En ó elskur, ég hafði svo rangt fyrir mér.
Mitt virði er að finna í gildunum mínum, einlægninni minni, hvernig ég kem fram við náungann og virðingin sem ég ber fyrir sjálfri mér. Ég er einlæg, dýrmæt, drífand, hugrökk og svo miklu meira en það! En ég er ekki útlit mitt.
Elsku þú sem ert að lesa, mundu að það er einungis ein/einn/eitt þú. Þínir styrkleikar eru það sem einkenna þig, það ert þú sem ákveður þitt virði og ekki leyfa neinum að segja þér neitt annað.“
View this post on Instagram