Jenný Andersen Rodriguez sem búsett er í Flórída í Bandaríkjunum keppir nú um að verða forsíðustúlka tímaritsins HERS
„Dýralæknir og þjálfari sem hóf líkamsræktarferð sína til að komast aftur á fætur (bókstaflega). Lifi líkamsræktarlífinu fyrir lífstíð,“ segir Jenný í lýsingu á sjálfri sér. Meðfylgjandi er svo mynd af henni tekin í bikíni fyrir sviðið og mynd sem tekin var þegar hún lá 19 ára gömul á Borgarspítalanum eftir að hafa slasast lífshættulega í bílslysi.
Jenný var í viðtali við DV miðjan mars og sagði frá ótrúlegum bata sínum, en hún glímir þó enn við afleiðingar slyssins, sem var 14. mars 1998 í Kjós. Jenný man ekkert eftir slysinu sjálfu og man næst eftir sér viku síðar þegar hún vaknaði á Borgarspítalanum. Jenný hlaut fjölmörg beinbrot og aðra áverka og var í nokkra mánuði á spítala.
Jenný segir slysið hafa breytt viðhorfi sínu til lífsins og hefur í dag náð að sameina tvær ástríður, draumastarfið sem hún ætlaði í fyrir slysið og köllunina sem hún fann eftir slysið, að hjálpa öðrum að ná betri heilsu.
Keppni um forsíðu HERS
Keppnin snýst um að fá titilinn Ms Health and Fitness (Ungfrú Heilsa og Fitness), 20 þúsund dollara verðlaunafé og að vera á forsíðu tímaritsins Muscle and Fitness HERS, sem um hálf milljón heilsuáhugafólks og atvinnuíþróttafólks les.
Keppnin hófst í dag og keppa allir greitt atkvæði daglega með því að staðfesta aðgang sinn á Facebook eða með greiðslukorti (engin greiðsla tekin samt af korti). Sem stendur er Jenný í öðru sæti af 47 þátttakendum, en fyrsti útsláttur keppenda fer fram 11. maí klukkan 19 að hennar tíma (tvö um nótt að íslenskum tíma).
Kjósa má Jennýju hér.