Diljá Pétursdóttir og föruneyti lögðu af stað til Liverpool í Bretlandi klukkan fjögur í nótt. Hópurinn tók vel á móti Diljá þegar hún mætti á RÚV í Efstaleiti. Rauður dregill mætti henni, eldgleypar sýndu listir sínar og Lúðrasveit Þorlákshafnar spilaði.
View this post on Instagram
Hópurinn fór síðan í Leifsstöð í sérmerktum strætisvagni, við innritun var mynd af Diljá á skjánum ásamt texta þar sem henni var óskað góðs gengis. Hópurinn gekk síðan rauðan dregil að flugvél Play og lúðrasveit Þorlákshafnar spilaði undir á meðan hópurinn gekk um borð í vélina.
Framundan eru stífar æfingar í Liverpool Arena sem hefjast strax í fyrramálið. Diljá er sjöunda á svið með lagið Power seinna undanúrslitakvöldið, fimmtudaginn 11. Maí.
View this post on Instagram
Eurovisionferðalaginu verður gerð skil í þættinum Beðmál í Bítlaborginni á RÚV á föstudagskvöld, ásamt því sem hægt er að fylgjast með ferðalaginu á @ruvgram á Instagram.