Chelsea hefur ákveðið að taka ákveðna U-beygju og ráða til starfa sjúkraþjálfara að nafni Jose Calvarro.
The Evening Standard fullyrðir þessar fréttir en Calvarro var látinn fara frá Chelsea í september.
Margir starfsmenn voru látnir fara frá Chelsea eftir að Todd Boehly eignaðist félagið og vildi breyta mikið til.
Standard segir að leikmenn Chelsea hafi elskað að vinna með Calvarro og hafi kvartað undan brottreksri hans.
Chelsea hefur nú ákveðið að ráða Calvarro aftur til starfa en hann stoppaði stutt hjá Como í B-deildinni á Ítalíu.
Calvarro var gríðarlega vinsæll á meðal leikmanna Chelsea og mun nú fá annað tækifæri á að vinna á Stamford Bridge.