Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag og er að fara langleiðina með að tryggja sér Meistaradeildarsæti.
Bruno Fernandes skoraði eina markið á Old Trafford er þeir rauðklæddu höfðu betur gegn Aston Villa.
Sigurinn þýðir að Man Utd er með 63 stig í fjórða sæti deildarinnar, níu stigum á undan Tottenham og eiga einnig leik til góða.
Manchester City er þá komið á topp deildarinnar eftir langa fjarveru en liðið vann Fulham, 2-1.
Arsenal hefur lengi haldið toppsætinu en eftir sigurinn í dag eru núverandi meistararnir komnir í efsta sætið.
Newcastle fór þá létt með Southampton og það sama má segja um Bournemouth sem mætti Leeds.
Manchester United 1 – 0 Aston Villa
1-0 Bruno Fernandes(’39)
Fulham 1 – 2 Manchester City
0-1 Erling Haaland(‘3, víti)
1-1 Carlos Vinicius(’15)
1-2 Julian Alvarez(’36)
Newcastle 3 – 1 Southampton
0-1 Stuart Armstrong(’41)
1-1 Callum Wilson(’54)
2-1 Theo Walcott(’79, sjálfsmark)
3-1 Callum Wilson(’81)
Bournemouth 4 – 1 Leeds
1-0 Jefferson Lerma(’20)
2-0 Jefferson Lerma(’24)
2-1 Patrick Bamford(’32)
3-1 Dominic Solanke(’63)
4-1 Antoine Semenyo(’90)