fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Birta Blanco deilir gleðitíðindum – „Nýr meðlimur bakast nú hægt og rólega“

Fókus
Sunnudaginn 30. apríl 2023 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Onlyfans-stjarnan Birta Blanco á von á sínu þriðja barni með kærasta sínum, Hrafnkeli. Hún deilir gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Fókus greindi frá því í janúar að Hrafnkell og Birta væru byrjuð saman, og ætti hann allt hjarta Birtu og væru þau að einbeita sér hvort að öðru. Birta hafði áður lifað fjölkærum lífsstíl.

Birta skrifaði á Instagram í gær:
„Reyndi eins og ég gat að taka mjög flottar instaworthy myndir af okkur til að tilkynna það að nýr meðlimur bakast nú hægt og rólega og er væntanlegt í Nóvember en maðurinn minn er asni“

Þetta sagði Birta á góðu nótunum þar sem á meðfylgjandi myndum mátti sjá að kærasti hennar var hreinlega ekki tilbúinn að stilla sér upp fyrir stífa og alvarlega myndatöku.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Birta Blanco (@birtablanco)

Birta og Hrafnkell kynntust fyrst fyrir rúmlega áratug en það var ekki ást við fyrstu sýn. „Það fyndna er að við þoldum ekki hvort annað,“ segir Birta kímin í samtali við Fókus í janúar. „Svo mögulega sá ég að hann líkaði mig á Smitten og ég ákvað að athuga hvert hlutirnir myndu fara, og þeir fóru á besta veg og ég er stolt að eiga hann að.“

Fókus óskar þeim innilega til hamingju með væntanlega viðbót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram