Goðsögnin Joaquin fékk frábær viðbrögð í gær er hann kom inná sem varamaður gegn Barcelona.
Joaquin hefur átt stórkostlegan feril sem atvinnumaður en hann er 41 árs gamall og leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Betis tapaði illa gegn Barcelona í gær en liðið mætti á Nou Camp og þurfti að sætta sig við 4-0 tap.
Joaquin kom inná sem varamaður í leiknum en um er að ræða fyrrum spænskan landsliðsmann sem hefur spilað sem atvinnumaður frá 1999.
Joaquin hefur spilað yfir 500 leiki fyrir Betis en lék einnig fyrir Valencia, Malaga og Fiorentina.
Hér má sjá viðbrögð gærkvöldsins.
Camp Nou rises as one to salute 41-year-old Joaquin 💚🤍
Respect for a Real Betis legend in his last appearance at the stadium 👏
Watch | https://t.co/KIyBePmJHf#LaLiga #OptusSport pic.twitter.com/ASKfnk5KKF
— Optus Sport (@OptusSport) April 29, 2023