Kjartan Henry Finnbogason var heldur betur í stuði fyrir FH gegn sínum gömlu félögum í KR í dag.
Tveir leikir voru að klárast í Bestu deildinni en FH vann sannfærandi 3-0 sigur á KR þar sem Kjartan gerði tvennu.
Framherjinn reynslumiklu endaði feril sinn hjá KR eftir síðasta sumar en hann var sjálfur alls ekki ánægður með vinnubrögð liðsins.
Kjartan skoraði fyrsta mark KR eftir aðeins tvær mínútur og gerði annað í seinni hálfleik eftir að Björn Daníel Sverrisson hafði skorað í millitíðinni.
Á sama tíma var leikið í Kórnum en þar mættust nýliðar HK og Fylkir.
Örvar Eggertsson var munurinn á þessum liðum í dag en hann gerði eina markið fyrir HK undir lok leiks.
FH 3 – 0 KR
1-0 Kjartan Henry Finnbogason(‘2)
2-0 Björn Daníel Sverrisson(’54)
3-0 Kjartan Henry Finnbogason(’60)
HK 1 – 0 Fylkir
1-0 Örvar Eggertsson(’85)