fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Höndlaði ekki frægð og frama eiginkonunnar

Fókus
Laugardaginn 29. apríl 2023 12:00

Hjónin Courtney Cox og David Arquette þegar allt lék í lyndi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Arquette, fyrrum eiginmaður stórstjörnunnar Courtney Cox, hefur viðurkennt að hann hafi átt erfitt með frægð hennar og frama. Hann hafi þjáðst af minnimáttarkennd vegna þess að Cox var orðin ein þekktasta kona heims um tíma og rakaði inn fúlgum fjár á meðan ferill hans staðnaði.

Þetta kemur fram í nýlegu viðtali við Arquette á útvarpsstöðinni SiriusXM þar sem hann greinir frá ýmsum persónulegum málum.

„Ég var með hefðbundar hugmyndir um karlmennsku eins og þá að ég vildi vera sá sem að sæi um fjölskylduna mína og brauðfæddi hana,” sagði Arquette og bætti við að þessi afstaða hans hafi valdið allskonar sársauka og rifrildum í sambandi þeirra.

Arquette og Cox kynntust við tökur hryllingsmyndarinnar Scream árið 1996 og giftu sig þremur árum síðar. Þau eignuðust dótturina Coco árið 2004 en hjónabandi þeirra lauk með skilnaði árið 2012.

Parið náði þó að vinna úr ágreiningi sínum og eru góðir vinir í dag sem sjá saman um uppeldi dóttur sinnar. Arquette giftist Christina McLarty árið 2015 en Cox hefur verið í sambandi með Johnny McDaid, söngvara Snow Patrol, síðan 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum