Það er enginn leikmaður í heiminum betri í einn gegn einn stöðu en vængmaðurinn Ousmane Dembele.
Þetta segir Xavi, stjóri Barcelona, en Dembele er leikmaður liðsins og er að snúa aftur eftir erfið meiðsli.
Dembele var valinn í leikmannahóp Barcelona gegn Real Betis í dag en hann hefur ekki spilað síðan 28. janúar.
,,Við höfum saknað hans mikið. Hann er besti leikmaður heims þegar kemur að því að taka menn á einn gegn einum,“ sagði Xavi.
,,Það eru fáir leikmenn í heiminum sem eru eins og hann. Prófið að spyrja bakverði deildarinnar hverjum þeir væru frekar til í að mæta.“
,,Hann er leikmaður með gríðarlegan hraða og gerir gæfumuninn. Við höfum saknað hans mikið.“