Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, var í stuði á blaðamannafundi í gær fyrir leik gegn Wolves í dag.
De Zerbi var þar spurður út í nýjasta leikmann Brighton, Joao Pedro, en hann er að koma til félagsins frá Watford.
Pedro verður dýrasti leikmaður í sögu Brighton í sumar en það er þó ekki opinberlega búið að staðfesta skiptin.
De Zerbi sagðist ekki kannast við leikmanninn í fyrstu en þá var hann augljóslega að grínast í blaðamanni.
,,Ég veit ekki hver þetta er,“ sagði De Zerbi með bros á vör og fékk hlátur frá blaðamönnum í kjölfarið.
,,Hann er frábær leikmaður. Við erum með mjög gott lið en það er alltaf möguleiki á að bæta hópinn.“