Katarinn Sheikh Jassim bauð á ný í Manchester United áður en frestur til þess rann út nú klukkan 21. Það gerði Sir Jim Ratcliffe einnig.
Glazer-fjölskyldan er með United á sölu en aðeins fyrir gott verð.
Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe hafa hvað helst verið nefndir í tengslum við kaupa á United en tilboð þeirra hafa ekki verið samþykkt hingað til.
Talað hafði verið um að Sheikh Jassim væri til í að bjóða 4,5 milljarða punda í félagið en Ratcliffe 4 milljarða punda.
Tilboð Katarans í kvöld er hins vegar talið hljóða upp á 5 milljarða punda.
Það er þó ekki víst að tilboðið verði samþykkt þar sem talað hefur verið um að Glazer-fjölskyldan vilji 6 milljarða punda fyrir United.
Munurinn á tilboðum Sheikh Jassim og Ratcliffe er sá að fyrrnefndi aðilinn vill eignast United að fullu en ef tilboð Ratcliffe verður samþykkt munu Joel og Avram Glazer áfram eiga 20 prósent hlut í félaginu. Ratcliffe yrði þá stærsti hluthafinn með 50% en hin 30% færu til annarra fjárfesta.