Það er talið að þriðju treyju Arsenal fyrir næstu leiktíð hafi verið lekið á netið.
Treyjan er sögð líkjast varabúningi Arsenal á tímabilinu 1982-1983.
Arsenal hefur átt frábært tímabil og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tveggja stiga forskot á Manchester City. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því City á tvo leiki til góða og er í góðri stöðu eftir að hafa unnið Arsenal 4-1 í vikunni.
Skytturnar hafa þó tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sjö ár.
Myndir af treyjunni má sjá hér að neðan.
#AFC | New leaked images of Arsenal's 2023/24 Third shirt, according to @ArsenalInterac1 📸 pic.twitter.com/P9W5PzIXnb
— Chris Davison (@cdavison_afc) April 28, 2023