Ef þú hefur verið á TikTok undanfarið þá getur verið að þú hafir rekist á myndbönd þar sem er talað um „hnédæmið“ eða „the knee thing“ en oft er frekar óljóst um hvað er verið að tala.
Konur virðast vera samróma um að þær elski „hnédæmið“ en karlmenn hafa fyllt athugasemdakerfin við myndböndin með spurningum um hvað þetta hnédæmi eiginlega er og hvernig maður framkvæmir það.
Þetta athæfi er í raun ekkert nýtt af nálinni en það hefur hingað til ekki verið nafn fyrir það. Fyrr en nú.
Athæfið er mjög einfalt og nafnið segir í raun allt sem segja þarf. Þetta er þegar maki eða bólfélagi nuddar hnénu upp við kynfærasvæði konu, þá sérstaklega snípsvæðið.
Það er best að framkvæma þetta liggjandi, konan liggur þá á bakinu á meðan bólfélaginn er ofan á og setur hnéð á milli fótleggja hennar og nuddar því laust upp við snípinn. Hægt er að gera þetta bæði í fötum og án klæða.
Fyrst þetta er svona einfalt, af hverju er þetta svona vinsælt á TikTok? Myndbönd merkt #kneething á TikTok hafa fengið yfir 127 milljónir í áhorf.
Ætli það sé ekki merki um að konur vilji að makar þeirra og bólfélagar geri meira af þessu?